HIV_child

Einn af þeim fylgikvillum sem því miður fylgja veirusjúkdómum á borð við HIV og sárasótt er að börn smitaðrar móður geta smitast sjálf meðan á meðgöngu, fæðingu eða brjóstagjöf stendur. Sé ekkert gert fyrir móður og barn eru milli 15-45% líkur á því að barnið smitist. Nú hefur Kúba fengið viðurkenningu á því, frá WHO, að vera fyrsta þjóð heims til að útrýma nær alveg þessum smitum milli móðurs og barns.

Til að ná þessum árangri hafa Kúbverjar lagt í mikið átak í bæði mæðravernd og ungbarnaeftirliti. Þær mæður sem eru smitaðar af HIV fá sérstaka lyfjameðferð til að halda veirunni niðri meðan á meðgöngu stendur, mælt er með því að konurnar undirgangist keisaraskruð í stað eðlilegrar fæðingar og í stað brjóstagjafar fá börnin pela. Að auki fá börnin lyfjameðhöndlun meðan mesta áhættutímabilið gengur yfir.

Með þessum aðgerðum hafa líkurnar á smiti minnkað niður í 1%, sem verður að teljast ansi góður árangur. Ef þessar aðgerðir verða almenn í öllum heiminum er möguleiki að bjarga allt að hálfri milljón barna frá því að smitast af HIV. Sömu sögu er að segja um veirusjúkdóminn sárasótt (sýfilis).

Þó markmiðinu sem boðað er á myndinni hér fyrir ofan hafi ekki verið náð virðist heimurinn að minnsta kosti einu skrefi nær og vonandi verða þau skref mun fleiri og örari á næstu árum.