happy-couple

Þeir sem stunda mikið kynlíf eru hamingjusamari en aðrir. Eða hvað? Getur verið að þeir sem eru hamingju samir stunda meira kynlíf en aðrir? Rannsókn sem unnin var við Carnegie Mellon University bendir til að aukin tíðni kynlífs leiði ekki endilega til meiri hamingju.

Í rannsókninni var 64 pörum skipt í tvo tilviljanakennda hópa. Annari hópurinn átti ekki að breyta kynlífshegðun sinni meðan hinn hópurinn var beðinn um að tvöfalda þau skipti sem þau stunduðu kynlíf í hverri viku. Rannsóknin stóð yfir í þrjá mánuði og voru pörin látin svara spurningalistum í upphaf, á miðju tímabilinu og svo í lok rannsóknarinnar.

Niðurstöður spurningalistans voru þær að pörin sem stunduðu oftar kynlíf urðu ekkert hamingjusamari. Ef eitthvað var hægt að lesa útúr gögnunum virtust þau frekar verða óhamingjusamari. Möguleg ástæða þess að aukin ástundun kynlífs hafði ekki áhrif á hamingju paranna er að ástæða kynlífsins var ekki aukin löngun í kynlíf heldur skipun frá yfirmönnum rannsóknarinnar. Mögulega hefði hamingja paranna aukist ef kynlífsaukningin hefði verið tilkomin af öðrum orsökum eða þau hefðu fengið tilmæli um að stunda frekar einhverja iðju sem eykur kynlífslöngun þeirra.

Hins vegar gefa þessar niðurstöður vísbendingar um að kynlíf sem slíkt leiðir ekki endilega til hamingjuaukningar. Líklegra er að hamingjuaukning leiði til þess að fólk hefur meiri löngun til að stunda kynlíf með maka sínum. Þannig að hamingja er nátengd kynlífi, þó orsakasamhengið sé ekki að fullu skýrt höllumst við að því að það sé ekki kynlífið sem hafi áhrif á hamingjuna.