OnlineDating1

Niðurstöður rannsóknar frá Háskólanum í Iowa gætu hjálpað þeim fjölmörgu Íslendingum sem nota Tinder til að finna ástina.

Flestir sem nota Tinder og önnur stefnumótaforrit eða síður reyna að sýna sínar bestu hliðar á reikningnum sínum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er þó varasamt að sýna sínar allra bestu hliðar vegna þess að margir vantreysta þeim sem koma of vel fyrir á stefnumótamiðlum.

Andy High, einn þeirra sem skrifaði greinina hafði þetta að segja um málið:

„Við komumst að því að fólki langar að hafa samband við manneskju sem virðist vera nákvæm í því sem hún er að segja um sig á internetinu. Þetta er erfitt þegar kemur að stefnumóta reikningum því við viljum einhvern sem virðist vera frábær manneskja en við vonumst til að geta stofnað til sambands með þessari mannsekju svo við viljum að hún sé til í alvörunni.“

Í rannsókninni voru 317 manns beðin um að meta OKCupid reikninga, sem voru búnir til fyrir rannsóknina. Á hluta reikninganna voru einungis taldir upp eiginleikar sem eru taldir góðir eða æskilegir, meðan að á öðrum hluta reikninganna voru settir fram eiginleika sem teljast raunhæfir án þess að vera eftirsóttir. Þegar reikningarnir voru metnir kom í ljós að flestir vildu komast í samband við fólk sem taldi upp raunhæfa eiginleika.

Þegar við erum að kynna okkur í gegnum stefnumótaforrit eða síður þá leitar fólk að eiginleikum sem það getur tengt við. Ef manneskjan sem á reikninginn er of fullkomin eru miklar líkur á því að hún sé ekki til eða sé ekki hreinskilin.

Grein um rannsóknina hefur enn ekki verið birt en niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar á árlegri ráðstefnu National Communication Association í nóvember síðastliðnum.

Fréttatilkynningu háskólans við Iowa má lesa hér