screen-shot-2017-06-29-at-21-10-51

Á síðastliðnum árum hefur áhugi á því að senda mannfólk til Mars aukist. Það kann að hljóma spennandi en það er hægara sagt en gert að koma fólki til plánetunnar, hvað þá að koma upp byggð þar.

Við erum sífellt að læra meira um hvaða áhrif geimferðir hafa á líkama okkar og eru þau allt frá beinþynningu, auknum líkum á krabbameini til tímabundinnar blindu. Ef okkur tekst að koma mannfólki á leiðarenda taka síðan við enn fleiri hindranir.

Í nýjasta myndbandi AsapSCIENCE ef farið yfir hvaða áhrif ferðin til mars hefði á geimfarana og hvað tæki við á rauðu plánetunni.