pride-2495945_1920

Það styttist í að Íslendingar fagni fjölbreytileikanum á hinum vinsælu Hinsegindögum. Þó langflestir Íslendingar séu sammála um það að allir skuli hafa sömu réttindi óháð kynhneigð er hægara sagt en gert að svara því af hverju kynhneigð okkar stafar.

Vísindin hafa lengi reynt að svara þeirri spurningu með misgóðum árangri. Á fyrri árum ýttu rannsóknir á kynhneigð jafnvel undir neikvæða umfjöllun um þá sem ekki voru gagnkynhneigðir auk þess sem meirihluti rannsókna á þessu sviðið hafa aðeins einbeitt sér að samkynhneigðum karlmönnum.

Í dag eru rannsóknir á kynhneigð fremur nýttar til þess mikilvægar verks að minnka fordóma og staðfesta enn frekar að kynhneigð okkar er ekki val.

Í nýjasta myndbandi AsapSCIENCE er farið yfir hvað hinar ýmsu rannsóknir hafa sagt okkur um kynheigð fram að þessu.