Summerday

Í augnbotnunum á öllu fólki eru frumur sem skynja liti. Fjórir litir gefa það sem mætti kalla skýran eða hreinan lit, þar sem hann skarast ekki við aðra liti, þ.e. blár, grænn, rauður og gulur. Þrátt fyrir að þessir litir skarast ekki við hvern annan þá skynjum við þau öll á mismunandi hátt

Ástæðan fyrir mismunandi skynjun er til að mynda mismunandi samsetning frumnanna í augum okkar. Að auki spilar umhverfið stóran þátt því við lögum okkur að því sem við þurfum á að halda í umhverfinu. Einn litur virðist þó vera skynjaður eins og það er guli liturinn.

Ný rannsókn sem gerð var við University of York snýst einmitt um skynjun fólks á þessum gula lit. Sjálfboðaliðar voru settir í myrkt herbergi. Þegar augun höfðu náð að venjast ljósleysinu var þátttakendum sýndur litur og þau beðin um að láta vita þegar hreinn gulur birtist.

Þessar mælingar voru gerðar annars vegar í janúar og hins vegar í júní. Það kom rannsakendum svolítið á óvart að sjá að skynjun fólks á gula litnum hliðraðist milli árstíða. Það mætti segja að á sumrin þegar umhverfið er fullt af litum, þá leiðrétti heilinn fyrir þessum miklu litum. Á veturnar hins vegar er York grá og lítið af litum og þess vegna er guli liturinn, og allir aðrir litir væntanlega líka, skynjaðir á annan hátt. Á veturnar bætir heilinn upp fyrir litatapið með öðruvísi skynjun.

Getur þá verið að veturnir séu enn dimmari en við upplifum þá? Eða eru sumrin kannski ennþá bjartari en við gerum okkur grein fyrir? Svo mætti líka spyrja sig hvort borgarmyndun hafi áhrif á skynjun okkar, þar sem náttúran víkur fyrir gráum lit steinsteypunnar?