Mynd: Playbuzz
Mynd: Playbuzz

Dyggir lesendur Hvatans muna kannski eftir myllumerkjunum #distractinglysexy og #IAmAScientistBecause þar sem vísindamenn hafa nýtt sér samskiptamiðilinn twitter til að koma skoðunum sínum og rannsóknum á framfæri. Nýjasta twitterbylgja vísindamanna ber myllymerkið #LOTRyourResearch.

Eins og nafnið gefur til kynna snýst myllumerkið um að setja rannsóknir fram í þekktum tilvitnunum úr stórmyndum Lord of the Rings. Árangurinn lætur ekki á sér standa og hafa nú þegar hundruðir vísindamanna tekið þátt í að deila rannsóknum sínum á þennan skemmtilega máta.

Framtakið er ekki einungis skemmtilegt, reyndar stundum alveg drepfyndið, heldur gefur það mörgum nýtt sjónarhorn á þá erfiðleika sem vísindamenn fást við. Það getur til dæmis tekið jafnmikið á þolinmæðina að fá birtar greinar eins og að endurtaka tilraunir trekk í trekk til að fá marktækar niðurstöður.

Hér að neðan má sjá nokkur dæmi um tíst sem hafa flogið inná twitter undir #LOTRyourResearch.