o-SWEATY-MEN-facebook

Fáum finnst svitalykt heillandi eða góð, sumum finnst hún bærileg en þeir eru líklegast með skert lyktarskyn. Þess vegna keppumst við mannfólkið við að fela svitalykt, við notum svitalyktaeyði og ilmvötn í nákvæmlega þeim tilgangi en það dugar oft ekki til. Nú er væntanlegt á markað ilmvatn sem virkar best þegar það blandast við svita.

Ilmvatnið er jónaður vökvi, engar áhyggjur hér er ekki um að ræða rándýrt vatn sem skal drekkast og mun þá lækna alla mögulega og ómögulega sjúkdóma. Jónaður vökvi þýðir einfaldlega að í vökvanum eru hlaðnar sameindir sem kallast jónir, sem hvarfast auðveldlega við önnur hlaðin efni. Dæmi um jónir er borðsalt sem er leyst uppí vatni en þá breytist það í jónirnar natríum og klóríð, samanber fróðleiksmola Hvatans: Hvað gerir salt við hálku?

Í tilfelli þessa ilmvatns eiga jónirnar að bindast við thíólefnin sem við seytum frá okkur með svita. Því meira sem einstaklingur með ilmvatnið svitnar því sterkari ilmur verður af ilmvatninu og þá bindast jónirnar við thíól efnin og hlutleysa lyktina frá þeim. Rannsóknin var birt í síðasta tölublaði Chemical Communications. En á vefum PopSci og PhysOrg má sjá umfjallanir um þetta undraefni.

Ef áfram heldur sem horfir mun svitalykt heyra sögunni til, nema þá einungis sú sem finnst á ilmvatnsformi.