Screen Shot 2016-06-06 at 21.56.08

Ein af vinsælli tilraunum sem auðvelt er að framkvæma heima hjá sér er líklega að láta Mentos sælgæti detta ofan í Diet Coke. Við það gýs drykkurinn á miklum hraða sem er afar skemmtileg sjón.

Ástæðan liggur í því að gegndræpt yfirborð Mentos, gelatín og akasíulím komast í snertingu við kalíum, bensóat, aspartam og kolsýruna í drykknum sem veldur því að koltvísýringur er losaður á miklum hraða. Við það myndast áðurnefnt gos.

Nú er líklega búið að toppa allar Mentos tilraunir hingað til en Epic Metal Empire birti myndband þar sem maður í Mentos galla hoppar ofan í laug fulla af Diet Coke. Afraksturinn má sjá hér að neðan.