WT_cat mummy_free

Í Forn-Egyptalandi var algengt að fólk léti grafa sig með múmíum af ýmsum dýrategundum og voru dýrin trúarleg fórn. Samkvæmt rannsókn sem Manchester Museum og University of Manchester stóðu fyrir virðist þó vera að eftirspurnin eftir dýramúmíum hafi verið svo mikil að Egyptar hafi tekið upp á því að útbúa tómar múmíur.

Í rannsókninni voru fleiri en 800 múmíur skoðaðar með röntgen- og sneiðmyndum. Múmíurnar voru af fjölmörgum tegundum til dæmis kettir, fuglar og krókódílar. Í ljós kom að um einn þriðji múmíanna voru tómar, um einn þriðji heilar og einn þriðji innihélt aðeins leyfar dýra.

Talið er að allt að 70 milljónir dýra hafi verið gerðar að múmíum og hefur eftirspurnin því verið mikil. Það virðist vera að þrátt fyrir það að dýr væru ræktuð í þeim tilgangi að gera þær að múmíum hafi múmígerðarmennirnir hreinlega ekki haft undan og brugðið á það ráð að útbúa tómar múmíur til þess að anna eftirspurn. Ekki er ljóst hvort kaupendur hafi vitað að múmíurnar hafi verið tómar en vísindamennirnir telja að ekki hafi endilega verið um svik að ræða, samkvæmt frétt BBC um málið. Mögulegt er að Egyptar hafi talið nóg að setja í múmíurnar hluta af dýrinu eða hluti sem voru í nálægð við þau, til dæmis efni úr hreiðrum eða eggjaskurn, til þess að fórnin væri viðeigandi fyrir guðina.