Mynd: N1
Mynd: N1

Á síðastliðnum árum virðast forvarnir gegn reykingum sannarlega hafa gert sitt gagn sem sést í fækkun þeirra sem byrja að reykja. Það er vissulega fagnaðarefni þar sem reykingar geta valdið alls kyns líkamlegum kvillum og jafnvel lífshættulegum sjúkdómum.

Samhliða forvörnum hefur úrræðum fyrir þá sem nú þegar hafa ánetjast reykingum fjölgað hratt og þau tekið framförum. Eitt af þessum úrræðum eru rafsígarettur sem fela í sér neyslu á nikótíni í gegnum gufu í stað reyks.

Með því að neyta rafsígaretta losnar neytandinn frá brunanum sem á sér stað þegar hefðbundin sígaretta er reykt og sá bruni er einn af stærstu þáttunum í því að reykingar valda t.d. krabbameini.

Það er þó ekki þar með sagt að rafsígarettur séu ekki hættulausar. Vökvinn sem notast er við í rafsígarettum inniheldur nefnilega ekki bara vatn heldur eru þar alls kyns önnur efni sem vitað er að geta valdið skaða í mönnum. Hópurinn í AsapSCIENCE hefur tekið þetta saman í skemmtilegt myndband sem sést hér að neðan.

Þó rafsígarettan sé að öllum líkindum betri kostur en hefðbundin sígaretta þá er hún alls ekki með öllu skaðlaus. Það er því raunverulegt áhyggjuefni að í sumum löndum hefur tíðni reykinga meðal unglinga aukist, en reykingarnar sem hér um ræðir séu oft á formi rafsígaretta.