screen-shot-2016-09-22-at-21-24-31

Blæðingar fyrirfinnast aðeins hjá örfáum tegundum spendýra og er mannfólk ein þeirra. Í nútímasamfélagi tíðkast að koma í veg fyrir að tíðarblóð, vegna mánaðarlegra blæðinga, berist í föt með notkun dömubinda, álfabikarsins eða túrtappa.

Á meðan á blæðingum stendur losar líkaminn 30-90 millilítra af blóði og kjósa um 81% kvenna að nota túrtappa til að draga það í sig. Ágæti túrtappa er þó umdeilt, meðal annars vegna sorpsins sem þeim fylgir auk sjaldgæfrar aukaverkunar sem nefnist eiturlost (e. toxic shock syndrome) og er af völdum bakteríunnar staphylococcus. Að auki geta túrtappar ollið þurrki í leggöngum sem eykur áhættuna á sýkingum svo má ekki gleyma „rauða skattinum“ sem lagður er á bæði túrtappa og dömubindi.

Ein lausn á vandanum er notkun álfabikarsins sem vaxið hefur í vinsældum á síðustu árum. Hann má ekki aðeins nota í lengri tíma í einu en túrtappa heldur er hann einnig ódýrari og umhverfisvænni en túrtappar og dömubindi til lengri tíma litið.

Til að fræðast meira um málið mælum við með nýjasta myndbandi AsapSCIENCE sem má horfa á hér að neðan.