leg-cramp-cope-00

Öll höfum við upplifað óþægindin sem fylgja því að fá krampa. En af hverju fáum við krampa?

Oft fær fólk krampa þegar það stundar líkamsrækt og má rekja þá til vökvataps og skorts á natríum í blóði samkvæmt American College of Sports Medicine. En það útskýrir ekki hvers vegna við fáum stundum krampa alveg upp úr þurru.

Í myndbandinu hér að neðan sem er frá Life Noggin er farið yfir ástæður krampa á skemmtilegan hátt:

Heimild: IFLScience