Mynd: Mashable
Mynd: Mashable

Ávextir eru eins og bragðið gefur til kynna fullir af sykri, nánar tiltekið ávaxtasykri (frúktósa). Sæta bragðið gefur til kynna að þarna sé heilmikil orka á ferðinni og það er einmitt málið, ávextir eru stútfullir af orku. En eru þeir þá ekki jafn óhollir og konfektmoli?

Svarið er einfaldlega nei. Ávextir eru orkumiklir en þeir innihalda samt ekki nærri jafnmikinn sykur og sælgæti. Þar að auki innihalda ávextir svo margt annað sem við þurfum á að halda, eins og trefjar, vítamín og steinefni.

Myndbandið hér að neðan, frá Fig. 1 fjallar einmitt um það sem ávextir hafa umfram sætindi. Þetta eru kannski ágætisskilaboð inní jólahátíðina.