dinosau

Risaeðlur eru sennilega frægasta útdauða dýrið. Fá dýr eiga jafn margar bíómyndir eða bækur sem fjalla um sig. Þær voru líka mjög heillandi verur, það er svo margt ótrúlegt við tilveru þeirra sem og útdauða.

Fyrir tilstilli mynda eins og Jurassic Park geta flestir gert sér í hugarlund hvernig risaeðlur litu út, en nú eru hugmyndir vísindamanna um útlit risaeðlanna að breytast. Líklegast hafa risaeðlurnar verið með fjaðrir, fjaðrirnar hafa sennilega verið tilkomnar sem einangrun og upphaflega verið dúnn utan á líkamanum, en einnig eru til dæmi um stærri fjarðir sem líkjast flugfjöðrum fugla. Bygging fjaðranna gefa þó til kynna að þær hafi ekki endilega verið notaðar til að fljúga heldur einnig til skrauts.

Seinna meir þróaðist grein út þróunartréi risaeðlanna sem fuglar nútímans tilheyra. Það verður því að segjast að hugmyndin um fiðraðar risaeðlur er í raun mjög skynsamleg.

Í myndbandinu hér sem RiAus Tv birti er farið í gegnum þá þekkingu sem við höfum um risaeðlur og hvernig mynd okkar af þeim er alltaf að breytast.