maxresdefault

Nú þegar styttist í að fyrsti Dunkin’ Donuts staðurinn opni á Íslandi er viðeigandi að segja frá því að fyrsta kleinuhringnum var nýverið skotið upp í geiminn. Svíarnir Alexander og Benjamin Jönsson, ásamt vinum sínum, afrekuðu það að senda bleikann kleinuhring í 32 kílómetra hæð yfir jörðu. Tæknilega séð fór kleinuhringurinn ekki í geiminn en hann komst upp í heiðhvolf jarðar áður en hann féll niður aftur.

Kleinuhringnum var skotið upp frá Askim í Noregi en ódýrara er að fá leyfi fyrir slíkum verkefnum í Noregi en í Svíþjóð. Nokkrum klukkustundum eftir að kleinuhringnum var skotið upp sótti sænska sjóbjörgunarsveitin hann í stöðuvatnið Vättern í Svíþjóð þar sem hann hafði brotlent.

Næst á dagskrá hjá bræðrunum er að reyna að toppa kleinuhringaflugið og eru þeir komnir með nokkrar hugmyndir. Spennandi verður að sjá upp á hverju þeir taka næst.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af ferðalagi kleinuhringsins og björgun hans eftir lendingu.

Heimild: Popsci