glass-half_1024

Af hverju eru sumir neikvæðir á meðan aðrir virðast alltaf geta séð jákvæðar hliðar á öllu? Eins og svo oft áður geta vísindin sagt okkur ýmislegt um ástæðurnar sem liggja að baki. Svo virðist sem að við höfum ekki algjöra stjórn á því sjálf og spila erfðir þátt í því hvort við erum jákvæð eða neikvæð.

Rannsóknir á jákvæðni og neikvæðni hafa meðal annars sýnt að neikvæðir séu varkárari þegar kemur að fjármálum og heilsu sinni. Einnig er ólíklegra að neikvæðir einstaklingar taki áhættur á borð við að reykja og drekka mikið.

Jákvæðir einstaklingar virðast hins vegar líklegri til að ganga vel í skóla og er ólíklegra er að þá þurfi að leggja inn í annað sinn eftir hjáveituaðgerð.

Hér að neðan má sjá nýjasta myndbandið frá AsapSCIENCE þar sem farið er yfir vísindin á bakvið jákvæðni og neikvæðni.