Koko sem nú er 44 ára er sennilega ein frægasta górilla heims.

Koko hefur búið meðal manna síðan hún var ung og er viðfangsefni rannsóknar á górillum og getu þeirra til samskipta.

Koko hefur sýnt ótrúlega getu til að tala við fólk með táknmáli og hljóðum. Hún hefur einnig sýnt ótrúlega tilfinningagreind og nýlega fékk hún kettlinga í heimsókn til sín sem hún sýndi mikla góðmennsku, eins og sést í myndbandinu hér að neðan.

Þetta er hugsanlega fallegasta dýramyndband sem fyrirfinnst á internetinu því mælum við með þvi að þið gefið ykkur örfáar mínútur til að horfa.

Heimild: IFLScience