tomatoes

Við vitum öll hvað grænmeti og ávextir eru, eða hvað? Margir vita ekki að bananar eru til dæmis ber og maís og tómatar eru ávextir.

Venjulega er talað um að ávextir séu sætir en grænmeti ekki. Raunin er þó allt önnur eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan frá SciShow .

Grænmeti eru í raun og veru þau matvæli sem koma frá rótum, stilki og laufum plantna. Ávextir eru hins vegar sá hluti plöntunnar sem þroskast eftir að fræin eru frjóvguð. Málin flækjast enn frekar þegar um jarðaber og hnetur er að ræða eins og útskýrt er í myndbandinu.