Mynd: Oshun Spirit
Mynd: Oshun Spirit

Ljós er ótrúlega mikilvægt fyrirbæri í lífi okkar, en hvað nákvæmlega er það?

Ljós samanstendur af pínulitlum ögnum sem kallast fótonur. Ljós er því orkueining, en fótóna er orkan sem losnar þegar rafeind fellur niður um hver í rafeindaskipan sinni, við þetta fall tapar rafeindin örlítið af orku sem kemur fram sem ljós, meira um rafeindir í fróðleiksmolanum Hvað er frumefni?

Fótonur eru hluti af rafsegulbylgjurófi sem eru á bylgjulengd sem við nemum. Rafsegulbylgjur geta verið agnarlitlar, eins og gamma geislar, og allt að risastórum bylgjum, eins og útvarpsbylgjur, en örlítinn hluta af þessum bylgjum getum við numið með augunum. Það virðist furðuleg tilviljun að þetta er það róf sem við nemum en líklegast hafa augu okkar þróast til að sjá þessar tilteknu bylgjulengdir vegna þess að þær geta, ólíkt öðrum bylgjum, ferðast í vatni.

Þetta er allt saman útskýrt og miklu meira í myndbandinu hér að neðan sem birt var á youtube rás In an nutshell