Mynd: Jayneyer.com
Mynd: Jayneyer.com

Lyfleysa er mjög mikilvægt tæki vísindamanna til að mæla áhrif nýrra lyfja. Það vill nefnilega svo furðulega til að stundum finnur fólk fyrir tilætluðum áhrifum lyfjanna jafnvel þó einstaklingarnir fái ekki hið eiginlega virka efni.

Hvað er lyfleysa? Í flestum tilfellum inniheldur lyfleysa öll sömu innihaldsefni og lyfið, fyrir utan einn mjög mikilvægan hlut, virka efni sem verið er að prófa. Hins vegar gefa vísindamenn ekki alltaf upp nákvæma innihaldslýsingu á lyfleysunni, sem gerir það að verkum að erfitt er að meta hvort það eru mögulega einhver efni í lyfleysunni sem lætur fólki líða betur.

Þetta segir þó ekki alla söguna þar sem að margt annað spilar inní. Sem dæmi virkar lyfleysa sem er sprautað í fólk miklu betur en að gefa fólki lyf í hylki og hvað þá pillu. Liturinn á lyfjaglasinu getur skipt máli og nafnið á lyfinu eða framleiðandanum hefur einnig áhrif á hversu mikil áhrif lyfleysan hefur.

Það er því augljóst að lyfleysa hefur áhrif á líkamann og getur leitt til seitunar á boðefnum á borð við dópamín þó að engin vísindaleg útskýring sé á því. Hvað það er sem veldur er betur útskýrt í myndbandinu hér fyrir neðan sem birtist á youtube-rás It’s Okey To Be Smart