o-GIVING-UP-SUGAR-facebook (1)

Það geta líklega allir verið sammála um það að það láta ofan í sig mikið magn af sykri og áfengi er ekki gott fyrir heilsuna. En hvað gerist þegar við hættum skyndilega að neyta matvæla sem innihalda sykur og áfengi?

Tveir hollenskir kvikmyndagerðarmenn ákváðu að komast að því. Annar þeirra, Sacha Harland, tók það verkefni að sér að hætta að borða sykur, matvæli sem innhéldu rotvarnarefni og innbyrða áfengi í einn mánuð á meðan félagi hans tók ferlið upp.

Í upphafi verkefnisins fór Harland í heilsufarsskoðun og svo aftur í lok þess. Harland gengur nokkuð vel í upphafi verkefnisins en á degi fjögur fer málið að vandast. Við mælum með því að fylgjast með Harland í myndbandinu sem er með enskum texta fyrir þá sem ekki skilja hollensku.