MDMA-Wallpaper

Eiturlyfið MDMA (3,4-methylenedioxy-methamphetamine) eða Molly eins og það er gjarnan kalla hefur verið vinsælt undanfarin ár. Þegar MDMA er tekið snareykst serótónín framleiðsla í heilanum sem leiðir meðal annars til þess að neytandinn veriður hamingjusamari og fær aukna orku og einbeitingu.

Þó svo að margir misnoti MDMA eru einnig rannsóknir sem benda til þess að hægt sé að nota það sem meðferðarúrræði við til dæmis kvíða og áfallastreituröskun. Slíkar hugmyndir eru þó enn sem komið er umdeildar.

Í myndbandinu hér að neðan útskýrir ASAP Science hvaða áhrif MDMA hefur á heilann og hvaða afleiðingar það getur haft.