PDVD_006-1

Mannkynið þróast líkt og aðrar tegundir lífvera og hefur tekið ýmsum breytingum í gegnum tíðina. Talið er að sá eiginleiki að geta brotið niður laktósa á fullorðinsárum hafi komið fram í mönnum fyrir um 10.000 árum, meðalhæð manna hefur aukist um 10 cm á síðastliðnum 150 árum og á síðustu 65 árum hafa lífslíkur aukist um 20 ár, sem má að miklu leiti rekja til framfara á sviðum vísinda.

En hvernig kemur mannkynið til með að breytast í framtíðinni? Í þessu stórskemmtilega myndbandi frá AsapSCIENCE er farið yfir þær breytingar sem vísindamenn telja að gætu átt sér stað. Breytingarnar sem nefndar eru í myndbandinu eru margvíslegar allt frá fækkun tungumála í að mannkynið muni í framtíðinni verða blanda af lífveru og vélrænum þáttum.