Mynd: Funny Junk
Mynd: Funny Junk

Allir kannast við vandræðaleg augnarblik, eins og að gleyma hvað einhver heitir, heilsa einhverjum sem maður heldur að maður þekki eða faðma einhvern örlítið of lengi. Vandræðalegheit á borð við þetta eru frekar óþægileg upplifun og reyndar hafa vísindamenn komist að því að á slíkum stundum virkjast sömu heilastöðvar og virkjast þegar við finnum sársauka, það er s.s. í alvöru vont að lenda í vandræðalegum aðstæðum, en vandræðalegheit eru ekki bara slæm.

Að verða vandræðalegur í skrítnum félagslegum aðstæðum er nefnilega mjög eðlilegt og þess vegna getur það jafnvel talist jákvætt. Þeir sem ekki verða vandræðalegir passa nefnilega ekki inní það sem okkur finnst vera félagslega eðlilegt. Þeir sem verða vandræðalegir við öll tækifæri, jafnvel þó ekkert sérstaklega vandræðalegt sé að gerast fara líka útfyrir það sem flestum finnst eðlilegt.

En þó það sé eðlilegt að vera vandræðalegur, þá er það samt alltaf óþægilegt. Það reddar ekki magaverkjunum og rjóðu kinnunum að vita til þess að fleiri lenda í þessu, eða hvað? Vandræðagangur í manni sjálfum er yfirleitt sterkari minning hjá þeim sem upplifir það heldur en hjá þeim sem verður vitni af því. Neikvæðar minningar eiga það til að festast okkur betur í minni og þess vegna upplifum við aftur og aftur þessi hræðilegu vandræðalegu augnarblik, þó enginn annar muni eftir þeim. Það er nefnilega þannig að við erum bara miðjan í okkar eigin alheimi, ekki í heimi allra hinna.

Í myndbandinu hér að neðan útskýrir Michael allar þessar tilfinningar en myndbandið birtist á youtube-rás Vsauce