Screen Shot 2015-10-27 at 18.49.23

Strákarnir hjá AsapSCIENCE klikka seint og hafa þeir nú hafið framleiðslu á þáttarröðum á YouTube sem nefnast The Lab, eða rannsóknarstofan.

Fyrsti þátturinn fjallar um sársauka og prófa Mitch og Greg að borða sterkar matvörur til þess að athuga af hverju við upplifum sársauka þegar við borðum sterkan mat, setja hendur sínar í kalt vatn til að kanna hvort það að blóta geri sársauka bærilegri og loks gefa þeir hvor öðrum rafstraum til að skoða hvað gerist í líkamanum þegar við eigum von á því að eitthvað valdi okkur sársáka.