Í fyrradag, þann 9. maí, gekk Merkúr, minnsta reikistjarnan fyrir sólina. Fyrirbærið sem fjallað var um á stjörnufræðivefnum mátti sjá greinilega frá Íslandi, með réttum búnaði það er að segja.

Þverganga Merkúr fyrir sólina gerist u.þ.b. 13 sinnum á hverri öld og átti sér síðast stað fyrir um 10 árum síðan eða árið 2006 í nóvember.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af fyrirbærinu sem NASA birti í gær, þar er búið að þjappa þvergöngunni í nokkrar mínútur en í raunveruleikanum tekur hún u.þ.b. 7,5 klst