tdy_tren_magic_151210.today-inline-vid-featured-desktop

Við mennirnir erum ekki þeir einu sem hafa gaman að göldrum – að minnsta kosti ekki ef marka má órangútaninn í myndbandinu hér að neðan.

Myndbandið var tekið upp í dýragarðinum í Barcelona af Dan Zaleski. Í því má sjá þegar órangútan er sýnt töfrabragð og eru viðbrögðin ansi skemmtileg. Sjón er sögu ríkari en við mælum sérstaklega með því að horfa á myndbandið til að létta lundina í vinnunni eða próflestrinu.