Þetta myndband er eitthvað fyrir áhugafólk um reiðhjól. Eins og margir sem stunda hjólreiðar hafa eflaust tekið eftir geta reiðhjól haldist upprétt á ferð án þess að á þeim sitji hjólreiðamaður eða hjólreiðakona. Í myndbandinu hér að neðan er þetta fyrirbæri útskýrt en það eru aðallega þrjú atriði sem koma þar við sögu.

1. Snertipunktur fermri hjólsins við jörðina er örlítið aftan við þyngdarás stýrisins.
2. Þyngdarpunktur bæði framhjólsins og stýrisins er framan við þyngdarás stýrisins.
3. Krafturinn sem hjólin hafa á ferð hjálpar þeim að stýra hjólinu áfram.

Til að fá enn frekari útskýringar á þessu fyrirbæri mælir Hvatinn með því að horfa á eftirfarandi myndband sem birtist á youtube-rás MinutePhysics