Mörg okkar eyða stórum hluta dagsins í það að sitja. Við verjum miklum tíma í vinnu og skóla við skirfborð og ekki er óalgengt að kvöldið fari í það að sitja og horfa á sjónvarpið eða tölvuskjáinn. Lengi hefur verið vitað að langvarandi seta hefur slæm áhrif á heilsuna. Meðal annars getur seta haft áhrif á þyngd vegna hreyfingarleysisins sem henni fylgir, bakverki og getur hún jafnvel aukið líkur á blóðtöppum.

Í mynbandinu hér að neðan, sem Duncan Elms hjá 60 Minutes í Ástralíu útbjó, er farið vel yfir það af hverju seta er svona slæm fyrir okkur.