Rétt upp hönd ef þú hefur velt fyrir þér hvort satt sé að vatnið snýst réttsælis á leið niður niðurfallið í Ástralíu, það hefur ritari þessa pistils allavega gert.

Þó ferð til Ástralíu hljómi ótrúlega vel þá er það ansi langt og dýrt ferðalag að leggja á sig eingöngu til að svara þessari spurningu. En þökk sé nýjustu tækni þá er það óþarfi því fólkið sem stendur á bak við Veritasium og Smarter Every Day tók sig til og birti myndbönd af þessu merka fyrirbæri.

Myndböndin eru tvö, tekin á norðurhveli jarðar og suðurhveli. Myndböndin eru samstillt, svo ef þú fylgir leiðbeiningunum þá getur þú horft á bæði myndböndin samtímis.

Byrjið á að kveikja á myndbandinu vinstra megin, þar er Destin sem telur niður og kveikið svo á myndbandinu hægra megin þegar niðurtalningu er lokið. Við það kviknar á Derek og þeir í sameiningu sýna fram á hvernig vatnið snýst á leið niður niðurfallið.