maxresdefault

Lengi vel töldu vísindamenn að menn væur einu prímatarnir sem lærðu að tala. Rannsóknir á marmoset öpum hafa nú leitt í ljós að svo er ekki.

Afkvæmi marmoset apa læra nefnilega að “tala” frá foreldrum sínum. Þegar ungir apar gefa frá sér köll svara foreldrarnir með köllum fullorðinna apa og er talið að með tímanum læri ungarnir að apa þau eftir þeim.

En það eru ekki bara kennsla foreldranna sem verður til þess að aparnir skipta úr köllum ungviðis í köll fulloðrinna apa. Lífeðlisfræðilegar breytingar eiga sér einnig stað þegar aparnir vaxa úr grasi sem stuðla að því að þeir geti gefið frá sér köllin, líkt og í börnum manna.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá umfjöllun Science um málið: