Í júní 2013 fór hópur nemenda háskólanema frá Arizona með GoPro myndavél útí eyðimörkina til að mynda Grand Canyon ofan frá. Eftir mikla útreikninga og vangaveltur tókst nemunum að púsla saman loftbelg sem myndavélin flaug í og síðan átti hún að lenda einhvers staðar í eyðimörkinni þar sem hún gæfi frá sér merki í gegnum 3G kerfið til að láta vita hvað hún væri.

Því miður klikkaði eitthvað í lokaskrefunum og myndavélin fannst ekki fyrr en löngu seinna. Sem betur fer gat sú sem fann vélina skilað henni aftur til réttra eiganda og uppskeran er þetta magnaða myndband sem sést hér fyrir neðan.

Heimild: ScienceAlert.