Mynd: Brian Lehmann/National Geographic
Mynd: Brian Lehmann/National Geographic

Hefðir tengdar dauðanum eru ólíkar á milli heimshluta en Torajan fólkið á eyjunni Sulawesi á Indónesíu hefur líklega vinninginn þegar það kemur að óvenjulegustu hefðinni tengdum dauðanum. Torajan fólkið hefur nefnilega þann sið á að það býr með látnum ættingja sínum eftir dauð hans, jafnvel í nokkur ár.

Farið er yfir þessa óvenjulegu hefð í myndbandi frá National Geographic hér að neðan og það hvernig Torajan fólkið comes to terms with dauðann. Eftir dauðann er ættinginn hafður á heimilinum sem hluti af fjölskyldunni og getur hann verið það í allt frá nokkrum vikum upp í nokkur ár. Á meðan á þessu stendur er beðið fyrir þeim látna og honum jafnvel færður matur.

Með árunum hafa hefðir Torajan fólksins orðið fyrir áhrifum frá Kristni og er ekki óvanalegt að lesið sé úr Biblíunni á þessum tíma.

Talið er að þessi sérstaka hefð gæti verið eldri en 1.000 ára gömul en lesa má nánar um hana á vefsíðu National Geographic.