Mynd: Hajime Narukawa
Mynd: Hajime Narukawa

Allt frá því að mannfólk hóf að reyna að festa umhverfi sitt á kort höfum við verið í vandræðum með að útbúa þau í réttum hlutföllum. Þetta á ekki síst við um kort af Jörðinni og hafa fjölmargir reynt að leysa þann vanda með misgóðum árangri.

Líklega bestu lausnina fram að þessu má sjá hér að neðan. Kortið er teiknað af listamanninum og arkitektinum Hajime Narukawa og hefur því verið svo vel tekið að Narukawa hlaut hin virtu verðlaun Good Design Grand Award í heimalandi sínu Japan.

Helsti kostur kortsins er sá að það skiptir ekki máli í hvaða form það er sett, alltaf heldur það réttum hlutföllum. Þannig er hægt að láta það liggja flatt, mynda hnött eða jafnvel pýramída.

Áhugasamir geta fjárfest í kortinu, sem nefnist AuthaGraph, hér og séð með eigin augum hvernig það virkar.

content-1478107792-folded-map-2