trappist-poster_1024

Tilkynning Bandarísku geimferðarstofnunarinnar, NASA, um sólkerfið TRAPPIST-1 fór varla fram hjá neinum í vikunni og vonast margir til að við þar muni finnast líf í náinni framtíð.

TRAPPIST-1 sólkerfið er merkilegt fyrir margar sakir, ekki síst vegna þess hversu samþjappað það er. Reikistjörnur sólkerfisins eru svo nálægt hvort annarri að stæði maður á yfirborði einnar þeirra væru nágrannapláneturnar jafnvel stærri er tunglið okkar virðist frá Jörðu. Sólkerfið er því gott efni í skemmtilegt auglýsingarefni fyrir þá sem vilja láta sig dreyma um frí í fjarlægum sólkerfum.

Þó ferðalög mannfólks til annarra sólkerfa séu enn fjarlægur draumur lætur starfsfólk NASA það síður er svo stöðva sig og hefur stofnunin sett á laggirnar vefsíðu til heiðurs sólkerfinu. Á vefsíðunni má finna ýmsar upplýsingar um TRAPPIST-1 og reikistjörnur þess auk skemmtilegra veggspjalda sem sum hver má sjá hér að neðan.

trappisttravelbureau_small

2_b-01

amanda1

3_b-01

4_b-01