main

Geimferðastofnun Bandaríkjana, NASA, hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að niðurstöður allra rannsókna sem fjármagnaðar eru af stofnuninni verði gerðar aðgengilegar innan árs frá birtingu þeirra. Greinarnar verða birtar á vefsíðunni PubSpace og mun aðgangur að þeim verða ókeypis. Þetta er nokkur breyting frá því sem áður hefur verið en gjarnan þurfa áhugasamir að greiða gjald fyrir aðgang að greinum sem birtar eru í ritrýndum tímaritum.

Tilkynningin er í anda annarrar nýlegrar tilkynningar frá Evrópusambandinu þar sem gefið var út að sambandið hyggist hafa allar vísindagreinar sínar opnar almenningi fyrir árið 2020, líkt og Hvatinn greindi frá fyrr á árinu.