Áfengi er títt notað fíkniefni meðal karla og kvenna en í felstum ríkjum heims er það eina fíkniefnið sem er löglegt. Fjölmargar rannsóknir á áfengisnotkun hafa sýnt fram á jákvæð áhrif þess að neyta áfengra drykkja í hófi meðan ofneysla áfengis hefur oftast verið tengt við neikvæð áhrif.

Í rannsókn sem framkvæmd var í frönsku þýði kemur fram að ofnotkun áfengis er einn sterkasti áhættuþáttur fyrir elliglöpum fyrir aldur fram. Elliglöp eru eðlilegur hluti af því að eldast en þegar þau koma fram fyrir 65 ára aldur er talað um snemmkomin elliglöp, sem rekja rætur sínar að öllum líkindum í annað en aldur viðkomandi.

Í þessari rannsókn var ofneysla áfengis flokkuð yfir 60 grömm af alkahóli á dag fyrir karla en yfir 40 grömm af alkahóli á dag fyrir konur. Þetta jafngidir því að karlar drekki 4-5 drykki en að konur drekki 3 drykki að meðaltali á dag.

Úrtakið í rannsókninni taldi yfir milljón einstaklinga sem greindust með elliglöp. Fjöldi þeirra sem greindust með snemmkomin elliglöp var um 57þúsund einstaklingar. Innan þess hóps var mjög sterk tenging við ofneyslu áfengis en 57% þeirra sem greindust með snemmkomin elliglöp höfðu neytt áfengis í miklum mæli yfir ævina.

Þeir sem greinast snemma með elliglöp eru mun líklegri til að deyja af völdum heilahrörnunar en þeir sem upplifa elliglöp seinna á lífsleiðinni. Áfengisneysla er einn af fáum áhættuþáttum sem hægt er að stýra og koma þannig í veg fyrir slíka sjúkdóma.

Áfengisneysla og misnotkun á henni sýnir mjög sterka fylgni við elliglöp en það er ekki eina áhættan sem fylgir. Einstaklingar sem neyttu áfengis í óhófi voru líka líklegri til að reykja, vera með háan blóðþrýsting og sýna merki um þunglyndi svo eitthvað sé nefnt. Þetta bendir til þess að áfengi hafi mun víðtækari áhrif en einungis á minnið.

Það sannast því enn og aftur að allt er gott í hófi og ofneysla á áfengi, eins og svo mörgu öðru, getur dregið dilk á eftir sér.