mindfulness

Núvitund er skemmtilegt hugtak sem er mjög vinsælt um þessar mundir. Fyrirbærið felur í sér að vera í núinu og fara ekki fram úr sér. Núvitund snýst s.s. um að vera alltaf meðvitaður um það sem fer fram á hverju einasta augnarbliki sem við lifum, en að vera á sama tíma hlutlaus í þess garð.

Margar rannsóknir hafa verið gerðar sem sýna fram á jákvæð áhrif núvitundar, þeir sem hana stunda eru afslappaðri og glaðari en þeir sem ekki stunda núvitund og á sama tíma hefur það jákvæð lífeðlisfræðileg áhrif á einstaklingana.

Í nýrri rannsókn sem birt var í Physological Science kemur í ljós að núvitund virðist einnig geta haft neikvæð áhrif á getu okkar til að mynda minningar. Í rannsókninni var þátttakendum skipt tilviljanakennt í tvo hópa. Annar hópurinn átti að stunda núvitund með hugleiðslu, með því að hugsa um andadrátt, meðan hinn fékk frelsi til að hugsa um hvað sem er. Hópunum voru svo sýndir listar af orðum sem þau lögðu á minnið og áttu svo að rifja upp hvaða orð höfðu komið fyrir. Tvöfalt fleiri (39%) þeirra sem voru í núvitundarhópnum sögðust hafa lesið orð sem ekki komu fyrir í textanum en höfðu samt sömu merkingu, samanborið við viðmiðunarhópinn (20%). Sömu niðurstöður fengust þegar hóparnir voru látnir lesa textann fyrir hugleiðslu.

Orðin sem núvitundarhópurinn rifjaði ranglega upp voru skyld orðum sem höfðu verði á listanum. Svo vísindahópurinn dregur þá niðurstöðu af rannsókninni að núvitund leiði til þess að hugurinn eigi erfitt með að skilja á milli minninga sem raunverulega áttu sér stað og minninga sem maður ímyndar sér að hafi átt sér stað.

Frekari rannsókna er þörf á þessu sviði, en núvitund hefur hingað til einungis sýnt fram á jákvæð áhrif á mannslíkamann. Hér má lesa fréttatilkynningu um rannsóknina.