sn-hellboy (1)

Árið 2005 fundu vísindamenn höfuðkúpu risaðelu sem líktist nashyrningseðlum en hafði þó eiginleika sem bentu til þess að um nýja tegund væri að ræða. Risaeðlan, sem hafði meðal annars tvö stutt horn á enninu, fékk viðurnefnið “Hellboy” en hefur nú fengið latneska heitið Regaliceratops peterhewsi. Talið er að tegundin hafi þróast samleitið við aðrar tegundir nashyrningseðla. Sjá má nánari lýsingu á tegundinni í myndbandinu hér að neðan.

Það tók vísindamenn 10 ár að birta grein um þessa nýju tegund en biðin var þess virði, allavega fyrir kærustu eins höfundarins. Í lok greinarinnar, sem birt var í tímaritinu Current Biology stendur:

“C.M.B. vill sérsaklega varpa ljósi á áframhaldandi and óhagganlega stuðninginn sem Lorna O’Brien hefur veitt. Lorna, viltu giftast mér?”

O’Brien sagði já, að sögn Science.