mars_rover-680x320

Í tilefni af því að marsjeppinn Curiosity fagnar nú fjögurra ára afmæli sínu hefur Geimferðarstofnun Bandaríkjanna, NASA, gefið út tölvuleik. Leikurinn ber heitið Mars Rover og er hægt að spila hann hér að kostnaðarlausu.

Í leiknum er hægt að kanna yfirborð Mars og safna sýnum, sem er töluvert erfiðara en það kanna að hljóma í fyrstu. Einnig geta leikmenn fræðst um það hvernig næsti marsjeppi NASA, sem áætlað er að yfirgefi Jörðina árið 2020, kemur til með að kanna það sem liggur undir yfirborði plánetunnar.