vigt

Offita er vaxandi vandamál í hinum vestræna heimi. Offitu fylgja oft stoðkerfavandamál sem og aðrir sjúkdómar sem oftast eru fylgikvillar óheilbrigðs lífsstíls. Lausnina við offitu vandanum hefur reynst erfitt að finna, sennilega vegna þess að engin ein lausn dugar fyrir allar segir Mark Green, stjórnandi rannsóknar sem unnin var við University of Sheffield, á Bretlandi.

Bretar hafa lent hvað verst í því varðandi offituvandann en þeir eiga þann heiður að vera feitasta þjóð Evrópu. Þess vegna hafa þeir nú fjárfest umtalsvert í rannsóknum á offituvanda. Mark Green of hópur hans birtu á dögunum niðurstöður sínar í Journal of Puplic Health.

Ein helsta niðurstaða hópsins er sú að fólk sem er með þyngdarstuðul yfir 30 má skipta upp í 6 mismunandi hópa:
1. Ungir karlmenn sem drekka mikið
2. Miðaldra, einstaklingar sem glíma við kvíða eða leiða
3. Eldra fólk sem hefur góða heilsu en glíma við andleg vandamál
4. Ungar, heilbrigðar konur
5. Eldri einstaklingar sem hafa góða heilsa og eru auðugir
6. Einstaklingar við mjög slæma heilsu

Til að meðferðarúrræði við offitu skili tilætluðum árangri þarf meðferðin að miða að hverjum hópi fyrir sig. Eins og staðan er í dag fá allir sömu meðferð.

Hópurinn stingur uppá að hjá yngra fólki ætti að beina sjónum þeirra að minni áfengisnotkun. Þeir sem eru í andlegu ójafnvægi, eru óhamingjusamir eða glíma við kvíða þurfi frekar að leita í meiri hreyfingu sem og sálfræðiaðstoð. Fyrir ungar heilbrigðar konur þarf hugsanlega enga meðferð, þar sem þær eru nú þegar heilbrigðar og auðugir einstaklingar gætu sett sér sérstök markmið um þyngdartap. Erfiðasti hópurinn er sennilega hópurinn sem er við mjög slæma heilsu þar sem mikil hreyfing er ekki æskileg heldur þarf að vinna í að taka mörg lítil skref frekar en að setja sér svo stórt markmið að það náist ekki.