Mynd: Center for Inquiry
Mynd: Center for Inquiry

Um helgina fer fram opinn fræðslufundur í fyrirlestrarsal Íslenskrar Erfðagreiningar. Fundurinn er hluti af röð fræðslufunda sem fyrirtækið hefur staðið fyrir þar sem rannsóknir ÍE eru sett fram á almennan hátt og í samhengi við málefni líðandi stundar.

Í þetta sinn verður rætt um rannsóknir ÍE sem birtar hafa verið m.a. í Nature og Molecular Phsychiatry þar sem skoðuð hafa verið erfðamörk fólks sem glímir við geðsjúkdóma á borð við geðklofa. Erfðamörk eru endurteknar raðir í erðfameningu sem geta talið mismargar endurtekningar í erfðamengjum mismunandi einstaklinga. Hægt er að nota erfðamörk sem þessi til að tengja saman til dæmis skylda einstaklinga eða ákveðin svæði í erfðamenginu og tiltekna sjúkdóma.

Ákveðin erfðamörk hafa fundist sem tengjast auknum líkum á myndun geðklofa, en slíka rannsókn birti ÍE fyrir nokkrum árum. Á sama tíma fannst áhugaverð tenging milli þessara sömu erfðamarka og fólks með skapandi hugsun. Þessar rannsóknarniðurstöður verða að meginhluta uppbygging fræðslufundarins á morgun en erindi halda, ásamt Kára Stefánssyni og Engilberti Sigurðssyni, rithöfundarnir Auður Jónsdóttir og Jón Kalman Stefánsson.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um fræðslufundinn hér en hann fer fram eins og áður segir í fyrirlestrarsal ÍE, við Sturlugötu 8, laugardaginn 12. desember milli 14:00 og 15:30. Fundurinn er öllum opinn.