Salt er mikilvægur hluti af lífi okkar allra hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við þurfum kannski ekki nauðsynlega á því að halda í jafnmiklu magni og við borðum það en það er samt sem áður mikilvægur partur af því bragði sem við finnum af matnum. Þar að auki er salt notað í alls konar iðnað og við þekkjum ágætlega notkun saltsins við að bræða ís á vegunum svo þar sé öruggara að keyra.

En hvaðan kemur saltið? Vítt og breytt um heiminn er að finna saltnámur, þar sem saltið er unnið. Eina slíka er að finna undir Erie vatni í Ohio í Bandaríkjunum. Úr henni er nánast eingöngu unnið götusalt, þ.e. salt sem sett er á göturnar á veturnar. Það þarf ógrynni af salti til þess á hverjum vetri í Ohio og fleiri fylkjum Bandaríkjanna og því eins gott að náman hafi undan.

Þangað fá ekki margir að fara, nánast bara þeir sem vinna þar en á dögunum birti ljósmyndarinn Ricky Rhodes myndir úr saltnáminnu undir Erie vatni, sem honum var boðið að skoða. Ricky Rhodes birti myndirnar á vefsíðu Business Insider. Leyfum myndunum, sem sumar hverjar minna á fallegan vetradag á Íslandi, tala sínu máli.

Mynd; Ricky Rhodes
Mynd: Ricky Rhodes
Mynd; Ricky Rhodes
Mynd: Ricky Rhodes
Mynd; Ricky Rhodes
Mynd: Ricky Rhodes
Mynd; Ricky Rhodes
Mynd: Ricky Rhodes
Mynd; Ricky Rhodes
Mynd: Ricky Rhodes
Mynd; Ricky Rhodes
Mynd: Ricky Rhodes
Mynd; Ricky Rhodes
Mynd: Ricky Rhodes
Mynd; Ricky Rhodes
Mynd: Ricky Rhodes
Mynd; Ricky Rhodes
Mynd: Ricky Rhodes
Mynd; Ricky Rhodes
Mynd: Ricky Rhodes