Rannsóknarhópur við Harvard opinberaði á dögunum vélmenni sem notar stöðurafmagn til að halda sér kyrrum, til dæmis með því að festa sig í loft eða veggi. Vélmennin eru pínulítil, ekki stærri en vespa og raunar líkist hönnun vélmennana vespum heilmikið.

Þessi litlu tæki gætu nýst okkur vel við hin ýmsu tækifæri, sem dæmi mætti nýta myndavél sem hangir hátt uppí tré til að fylgjast með því sem fram fer á jörðu niðri, eins og t.d. umferðatöfum eða eitthvað slíkt. Einnig væri hægt að koma svona tækjum fyrir til að magna símasamband á stöðum þar sem sambandið er slitrótt.

Það er enginn vafi á að not munu finnast fyrir tæknina og ekki spillir fyrir hvað hönnunin er flott, eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.