sustainability-suppliers_27806_600x450

Með tækniframförum síðustu áratuga er sífellt auðveldara að nálgast upplýsingar um allt milli himins og jarðar. Það er auk þess auðveldara en áður fyrir vísindamenn að koma niðurstöðum rannsókna sinna á framfæri.

Þó svo að það sé vissulega kostur að miklar framfarir séu í vísindum getur reynst vísindamönnum erfitt að fylgjast með öllum þeim framþróunum sem verða á sínu sviði. Ný rannsókn, sem er enn óritrýnd, rannsakaði það hvaða áhrif stóraukinn fjöldi birtra vísindagreina hefur á vísindageirann.

Þegar greinar eru birtar er almenna reglan sú að tilvitnanir í þær aukist í allt að nokkur ár eftir birtingu. Fjöldi tilvitnana nær síðan hápunkti áður en tilvitnunum fer að fækka hratt. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þetta sé að breytast með auknum fjölda birtra greina, það er hápunkti tilvitnana er náð mun fyrr og þær eru marktækt færri en áður var. Niðurstöður vísindagreina eru því fljótari að falla í gleymsku en áður, samkvæmt rannsóknarhópnum.

Áhugasamir geta lesið greinina í heild sinni hér.