pia19140_sol-999-telegrphpk-merge

Marsjeppi NASA, Curiosity, er eins og margir vita statt á plánetunni mars. Eitt af verkefnum jeppans er að kanna jarðveg plánetunnar og þann 24. febrúar síðastliðinn gerði hann einmitt það. Í ljós kom að undir rauðu yfirborðinu, sem kemur til vegna mikils magns járnoxíðs, er jarðvegurinn blágrár.

Jarðvegssýnið var mulið niður og greint. Greiningin leiddi í ljós að hlutfall kísils á móti áli og magnesíum var hærra en af sýnum sem Curiosiy hefur áður tekið á plánetunni. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Curosity tekur svipað sýni en í þessu tilfelli var borað með kraftminni höggum til þess að minka orkuna sem er beitt á grjótið.

Niðurstöður þessarar borunar eru mikilvægur þáttur í því að hljálpa vísindamönnum NASA að átta sig á því hvernig umhverfið plánetunnar þróaðist frá því að hafa stór höf í það að verða að eyðimörkinni sem hún er í dag.

Umfjöllun NASA um málið má lesa hér.