LeftyRighty

Um leið og við nefnum fyrirbærin eru við búin að gefa þeim gildi, einhverra hluta vegna finnst okkur „rétt“ að nota hægri hendi og „rangt“ að nota þá vinstri. Lengi vel var örvhentum jafnvel bannað að nota vinstri hendina til verka. Hægri hendin er talin „réttari“ þar sem rétthendi er töluvert algengari, en u.þ.b 10% mannkyns notast við vinstri. Það hlýtur eiginlega að teljast undarlegt að hlutfallið sé ekki jafnara. Væri ekki eðlilegra að helmingurinn væri rétthentur og helmingur örvhentur?

Rannsóknir sem Silvia Paracchini fer fyrir og segir frá í kaffihúsafyrirlestrarröð sem The Royal Society í London stendur fyrir, beinir sjónum sínum að því að skilgreina hvaða erfðaþættir liggja að baki örvhendi.

Til að byrja með héldu margir að aðeins eitt gen réði því hvort einstaklingur væri rétthentur eða örvhentur, slíkt gen er líklega tálsýn ein, en fyrirbærið er samt sem áður tengt erfðaþáttum. Hendi er þar að auki ekki einvörðungu bundið við menn heldur sýna dýr einnig tilhneigingu til að vera rétthent og örvhent.

Rétthendi er augljóslega sterkari þáttur en örvhendi en eitthvað hljóta örvhendir að hafa fram yfir rétthenda, þar sem þessi eiginleiki er enn til staðar þrátt fyrir að vera í miklum minnihluta. Eitt af því sem örvhentir hafa fram yfir rétthenta er að svæðið milli heilahvela, sem sendir boðin þar á milli er þykkara hjá örvhentum en rétthentum. Vegna þessa eru örvhentir fljótari að hugsa en hin 90% mannkyns. Örvhentir eru einnig betri í mörgum íþróttum, svo eitthvað sé nefnt.

Rannsókn Silviu Paracchini hefur sýnt fram á tengsl örvhendi við gen sem stjórna samhverfu (symmetry) eða ósamhverfu (asymmetry) eins og til dæmis er til staðar í líffærum okkar. Hjartað er yfirleitt vinstra megin og lungnablöðin hægra megin eru einu fleiri. Hins vegar er 1 af hverjum 20.000 með hjartað hægra megin og lungnablöðrurnar vinstramegin eru því fleiri. Svo virðist vera að sömu genin og stjórna þessu hafi áhrif á örvhendi. Enn sem komið er hefur svarið við því hvað veldur örvhendi ekki fundist en rannsóknir á því eru mjög svo áhugaverðar.

Hvatinn mælir með því að þið hlustið á fyrirlestur Silviu Paracchini sem hægt er að nálgast hér