Foetus

Samkvæmt Ástralskri samantekt frá 2010 reykja um það bil 14% verðandi mæðra á meðgöngu. Reykingar geta haft margvísleg áhrif á fóstur, aukið líkur á fyrirbura og léttburafæðingu, aukið líkur á hjartasjúkdómum og fleira. Ný rannsókn varpar nú enn frekar ljósi á þann skaða sem reykingar geta valdið fóstrum.

Nadja Reissland sem vinnur við James Cook University Hospital skoðaði fjórvíddarmyndir af 20 fóstrum frá 24.- 36. viku meðgöngu. Af þeim 20 konum sem buðu fram aðstoð sína við rannsóknina voru 4 sem reyktu meðan á meðgöngu stóð.

Við skoðun á fjórvíddar sónarmyndunum kom í ljós að börn þeirra kvenna sem reyktu snertu andlit sitt og munn lengur á meðgöngutímanum en börn kvennanna sem reyktu ekki. Við fósturþroska snerta fóstrin þessa líkamsparta oft sem hluta af því ná stjórn á útlimunum. Smátt og smátt eykst stjórnin og þá fækkar þeim skiptum sem fóstrin snerta sig. Þegar börnin viðhalda tíðni andlitssnertinga þá bendir það til þess að fóstrin nái ekki sama taugaþroska önnur fóstur á jafnlangt genginni meðgöngu.

Til að staðfesta þetta þarf auðvitað að skoða miklu stærri hóp en 20 konur auk þess að reyna að gera einhverjar aðrar rannsóknir til að meta getu barnanna við fæðinug.

The Independent greinir frá þessu.