Galaxy

Margir hafa líklega nú þegar lesið fréttir um hvort Rosetta, sendill ESA í geimnum, hafi mögulega fundið líf á halastjörnunni 67P/Churyumov-Gerasimenko. Þetta líf samanstendur af bakteríum. Allar líkur eru reyndar á því að þarna sé ekki um lífverur að ræða, því miður.

En útfrá þessum fundi sem virtist hafa uppgötvast, þó ekki var nema í örskotsstund, vaknar enn á ný spurningar um hvort við séum í raun og veru ein í heiminum?

Hvers vegna höfum við ekki fundið líf í geimnum?

Alheimurinn er risastór svo líkurnar á því að jörðin sé eina plánetan þar sem fyrirfinnst líf eru hverfandi, eða er það ekki?

Gera má ráð fyrir því að stjörnuþokur eins og Vetrarbrautin sem við búum í er séu u.þ.b. 100-400 milljarðar talsins í þeim hluta alheimsins sem möguleiki er að við náum til. Ef við gerum ráð fyrir að þær geymi allar svipaðan fjölda stjarna og af þeim séu kannski 5% eitthvað í líkingu við sólina okkar, þá gætu verið u.þ.b. 500 trilljónir sóla í alheiminum. Þá má gera ráð fyrir að ef einhverjar plánetur í kringum þessar sólir séu lífvænlegar, á borð við jörðina þá gætu þær talið um 100 trilljónir stjarna. En þó pláneturnar hafi eiginleikana til að þar þróist líf þá er það tilviljun háð hvort líf kvikni og því má gera ráð fyrir að líf hafi ekki þróast á nema 10 þúsund billjónum pláneta.

Ekki nema? Þetta er ansi góður fjöldi!

Það á reyndar eftir að setja tímann inní jöfnuna, mögulega hefur það líf sem áður þróaðist bara dáið út áður en við komum til sögunnar. Mögulega búum við á fyrstu plánetunni þar sem líf þróast. Mögulega hafa lífverur frá öðrum hnöttum nú þegar komið við á jörðinni og eru að fylgjast með okkur. Möguleikarnir eru endalausir og jafnvel færustu vísindamenn hafa engin svör á reiðum höndum hvað varðar líf á öðrum hnöttum.

Svo má auðvitað ekki gleyma því að fyrirfinnist líf annars staðar þá þarf ekki að vera að slíkar lífverur lifi við svipaðar aðstæður og jörðin býður uppá. Er kannski líklegra að líf hafi einnig þróast á allt öðruvísi plánetu en jörðinni? Ef það er rétt þá fer langþráður draumur margra um sumarfrí hjá vinafólki á annarri plánetu því miður fokinn út um gluggann.

Á heimasíðunni Wait But Why er að finna skemmtilegan pistil eftir Tim Urban þar sem hann reifar af hverju við höfum enn ekki fundið líf á öðrum hnöttum.

Fyrir þá sem hafa óslökkvandi áhuga á geimnum og hugmyndum um líf á öðrum hnöttum þá er hér umfjöllun um skemmtilegar bækur sem fjalla um slík málefni og hér hægt að fylgjast með ferðum Rosettu.